Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, ágúst 05, 2005

Ég er í pásu núna og ákvað að monta mig aðeins yfir dugnaðinum í okkur skvísunum á heimilinu. Það er búið að baka þrefalda möffinsuppskrift, tvær skúffukökur og núna er verið að þrífa. Auk þess alls er móðirin búin að setja í þrjár vélar í dag og brjóta saman úr einni. Það á eftir að baka skinkuhornin og RiceCrispieskökurnar, elda kvöldmatinn og þvo meiri þvott....Ég tók yfir þvottinn núna um daginn í stórhreingerningunum og er vægast sagt ekki að standa mig í því. Hefði betur sleppt því. En samningur er samningur sama hversu mikið maður semur af sér.
Pásan er búin og ég er farin að þrífa klósettið.