Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, ágúst 22, 2005

Þá er skólinn byrjaður og stúlkurnar bara byrjaðar í þriðja bekk, áður en ég veit af þarf ég að fara undirbúa ferminguna. Þær komu heim í morgun með innkaupalistann og forláta fréttabréf þar sem meðal annars kom fram að það vanti ennþá íþróttakennara. Kannski ég ætti að hringja niður í skóla og sækja um þar sem ég er nú með íþróttameiðslin góðu... Ég hélt að ég hefði lesið fréttabréfið spjaldanna á milli en samt kom ég af fjöllum þegar minn ektamaður kom heim. Ekki hafði ég lesið um að íþróttir eru bara á fimmtudögum og föstudögum fyrst til að byrja með né að fyrstu tveir dagarnir af skólaárinu fara í ferðalög um söfn Austurlands. Þannig að ég komst að því að ég þarf að læra að lesa.