Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Það er komið haust, skólinn byrjar eftir viku og það er búið að rigna í allan dag. Ég get ekki beðið eftir að Harpa komi heim því mér vantar spark í rassinn. Taufjallið ógurlega í stofunni stækkar bara og stækkar og ég er sokkin í föndur og lestur ævintýrabóka. Annars er ég með svakalega flott plan eftir staðlotuferðina, þá verður allt tekið í gegn, mataræði, hreyfing og þrifin. Og eitthvað fleira sem mér dettur í hug.