Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Það er búálfur í húsinu og það ekkert smá óforskammaður búálfur.
Í gær fann ég ekki húslyklana þannig að ég skaust til að kaupa svala fyrir stelpurnar án þess að hugsa neitt um það því Jónsi og stelpurnar voru heima. Hann sér enga lykla í lyklahúsinu og dregur þá ályktun að ég hafi tekið þá og fer út án þess að taka úr lás. Þegar ég er búin að snúa heilu bæjarfélagi til að komast í aukalyklana kem ég heim og set aukalyklana á eina auða krókinn í lyklahúsinu. En þegar Jónsi kom heim sagði hann að ég hefði alveg örugglega verið með lyklana á mér allan tíman því þeir voru undir aukalyklunum...