Afmælisundirbúningurinn er í algleymingi á heimilinu. Tvíburarnir eru að verða átta ára á laugardaginn og það eru uppi ýmsar hugmyndir með veisluna. Það er búið að setja saman gestalista og telur hann hvorki meira né minna en 22 börn. Boðsmiðarnir eru að prentast út í þessum skrifuðu orðum og verða bornir út í dag. Matseðillinn er smápizzur eða pulsur eða kökur eða bara allt, semsagt ekki alveg ákveðið hvað verður borðað en bakstur hefst engu að síður í dag. Það á að baka möffins því þær segja að það verði að vera möffins og það er ekkert afmæli ef það er ekkert möffins. Svo að sjálfsögðu "afmæliskakan"(RiceCrispieskaka sem mótar töluna og popp í kringum) og svo kassíkin sjálf, skúffukakan. Mér líður eins og ég sé að fara halda upp á afmæli áratugarins. Þær vilja stórt borð úti í garði og að sjálfsögðu bleikan dúk á það og blöðrur út um allt, svo á barasta að uppfarta börnin með veitingarnar. Eftir matinn á að fara í leiki og svo á að horfa á spólu. Ég bið til Guðs um gott veður því ég veit ekki hvernig á að koma öllum þessum börnum fyrir annars. Húsið á eftir að springa utan af okkur ef við neyðumst til að halda það innanhúss.
Samt svolítið fyndið með svona barnaafmæli....flest öll standa þau yfir í tvo tíma og svo er allt búið en þær vildu að afmælið þeirra væri frá eitt til átta og stanslaust prógramm. Ég er alveg til í það með minni útfærslu, börnin heim um þrjú og fullorðnir koma í hollum til átta.
Ég auglýsi eftir aðstoð við þetta afmæli þar sem Harpa ákvað að flýja land...Ég skal sjá um allan bakstur, undirbúning og frágang en aðstoð vantar við uppfartið og börnin.
Samt svolítið fyndið með svona barnaafmæli....flest öll standa þau yfir í tvo tíma og svo er allt búið en þær vildu að afmælið þeirra væri frá eitt til átta og stanslaust prógramm. Ég er alveg til í það með minni útfærslu, börnin heim um þrjú og fullorðnir koma í hollum til átta.
Ég auglýsi eftir aðstoð við þetta afmæli þar sem Harpa ákvað að flýja land...Ég skal sjá um allan bakstur, undirbúning og frágang en aðstoð vantar við uppfartið og börnin.
<< Home