Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Ég var rekin úr rúminu mínu rétt upp úr fimm í morgun eftir tæplega klukkutíma baráttu við þrjósku sonarins. Ég held að hann hafi ekki bara vakið okkur heldur nágrannana líka. Hann vaknaði rétt eftir fjögur og þar af leiðandi skal kerlingin líka vakna og gefa hans hátign að borða og leika við hann. Ég var vægast sagt ekki í stuði.
Núna er snáðinn að drepast úr þreytu en þrjóska hlaupin í kerlu og ekkert hlustað á að fara að lúra sér neitt. Hann er ekki sáttur, vægast sagt.
Ég er að spá í að skella skilti á húsið þar sem tekið er fram að það er ekki verið að pína barn hérna heldur sé bara valdabarátta og þrjóskukeppni í gangi milli móður og sonar. Það er ekki útséð hvort vinnur því bæði eru jafnfrek.