Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, apríl 17, 2005

Ég hef verið tölvulaus svo lengi að ég kann ekkert lengur á þetta apparat. Það tók mig smátíma að fatta hvernig maður setur nýja færslu inn og muna passvördið. En það er ekkert að frétta af mér annað en gott, heimilið er skínandi hreint og fínt þrátt fyrir 2 aukabörn. Litlu systur mínar komu til mín í þá daga sem mamma verður úti í Köben að dekra Kidda. Ég verð nú að viðurkenna að ég á ekkert allan heiðurinn af því að húsið sé hreint því hún litla systir mín er svoddan snyrtipinni að ég tók allt til og þreif áður en hún kom svo ég þyrfti nú ekki að hlusta á skammarræðuna frá henni. Hún hefur algjörlega séð um að halda því við og rekið mig áfram með harðri hendi.
"Hulda mín, þarftu ekki að fara að ryksuga hérna?"
"Hulda mín, það er komið að því að fara að elda."
"Hulda mín, þarftu ekki að setja í þvottavél?"
Hún er algjör engill, ég hef ekkert þurft að skipta á Karli síðan hún kom.
En myndaþrautin hérna á undan er af manneskju sem er mér algjörlega óskyld né þekki ég eitthvað til hennar. Bara mynd sem ég rakst á.