Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ég er farin að hallast að því að snáðinn okkar eigi í erfiðleikum með sjálfsmyndina. Hann heldur örugglega að hann sé hundur því hann nagar allt. Það er enginn áhugi hjá snáðanum á öllu nagdótinu lengur heldur er það besta sem hann veit þegar hann nær að standa upp með sófanum og naga sófaarminn eða nær í sandalana mína og nagar franska rennilásinn á þeim. Og ef svo óheppilega vill til að fólk átti sig ekki nógu fljótt á hvað hann klæjar í gómana þá er það í stórhættu. Það hafa nokkuð margir lent í gininu á honum að ótöldum dauðlegum hlutum og nokkrir oftar en einu sinni. Sylvía litla systir mín var einstaklega "heppin" með þetta meðan hún var hjá mér og var hún einu sinni bitin til blóðs á fingri, einu sinni í öxlina, einu sinni í lærið og einu sinni í kinnina. Systurnar eru farnar að átta sig á hættu þess að verða bitin eða hárreytt en þær eiga ekki auðvelt með að læra af reynslunni. Í dag var Dagbjört hárreytt og fór að gráta, Kolbrún bitin tvisvar, einu sinni í puttan og einu sinni í vörina þegar hún ætlaði að kyssa litla bróður bless. Sesselja greyið lenti langmest í honum í dag, hún var bitin nokkrum sinnum, hárreytt svakalega og er nærri sköllótt eftir hann og keyrt yfir hana nokkrum sinnum á göngugrindinni. En hann ætlar bara að vera góður og verður svo svekktur þegar allir fara að skæla undan honum.