Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, mars 01, 2005

Varúð-persónuleg og væmin færsla!
Ég hef verið að spá í að tala við doksa um að byrja á lyfjunum aftur. Það er farið að birta en ég er ekkert að skána og það þýðir ekkert að vera að blekkja sjálfa sig með þetta og mér er ekki að takast að sannfæra neinn í kringum mig. Ég er ekkert að standa mig voðalega vel með að halda þessu heimili hreinu, hangi bara í tölvunni svo tímunum skiptir og geri bara það allra nauðsynlegasta, skipti á snáða og gef öllum að borða. Jónsi er byrjaður að kenna útlendingunum og er því ekkert heima fyrr en á kvöldin og þá fær hann náðarsamlegast að komast í tölvuna til að læra. Þá glápi ég á imbann í staðinn. Stundum skil ég ekki þolinmæðina hjá manninum gagnvart mér. Börnin verða náttúrulega vör við þetta líka og ég fæ bullandi samviskubit yfir því að vera svona erfið í umgengni. En samt fyndið með stóru stelpurnar mínar, þegar ég er að detta niður sækja þær alveg svakalega í mig. Ég á að lesa og syngja fyrir þær áður en þær fara að sofa, þær vilja sofa í mömmurúmi og knúsast, tala við mig stanslaust um allt sem þær eru að hugsa. Dúllur. Guð er góður við mig að lána mér alla þessa gullmola.
Annars er ég að peppa mig í að fara að föndra aftur en ég veit ekki alveg hvað ég á að taka upp, mósaíkið er of tímafrekt og ég get ekki verið með það hérna inni, trölladeigið tekur of mikið pláss meðan það er að þorna, ég er ekki nógu góð í höndunum til að fara að sauma út, ég er ekki í skrappstuði núna(ég er að miða mig við einhverjar sem hafa farið á milljón námskeið í þessu)...Ég enda örugglega uppfrá hjá ömmu að mála jólastellið mitt og dúllast eitthvað þar. Guði sé lof fyrir þau gömlu, ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti þau ekki að.