Áður en ég segi ykkur sögu ætla ég að telja upp nokkrar staðreyndir. Við búum í gömlu húsi, ég er nýbúin að horfa á The Grudge, ég er með svakalegt ímyndunarafl og ég er mjög oft "ein" heima eftir að Jónsi fór að kenna útlendingunum.
Í gærkvöldi var ég búin að lesa fyrir stelpurnar og var að brása um á netinu þegar ég heyrði að það var einhver niðri í kjallara. Ég leit á klukkuna og sá að það var alveg hálftími þar til að Jónsi kæmi heim þannig að ég varð svolítið hrædd. Ég gólaði niður í einhverri bjartsýni : Jónsi? Ert þetta þú?
Ég fékk ekkert svar heldur ágerðist bröltið bara, ég ákvað að athuga með þetta. Ég læddist niður, skíthrædd og skjálfandi. Er þetta innbrotsþjófur eða einhver unglingurinn að stelast til að reykja inni í kjallaranum eða einhver að skemma allt dótið okkar eða er þetta draugur... Það var ekkert ljós niðri í kjallara en það var opin útihurðin og ég gægðist inn og sá að það var einhver að fikta í þvottavélinni. Ég kannaðist nú við útlínur mannsins míns og andvarpaði stórum.
"Hjúkket, ég var alveg skíthrædd uppi", segi ég.
"Það væri nú meiri helvítis næsheitin í einhverjum innbrotsþjófinum að setja í vél hvar sem hann brytist inn", svaraði hann og hló. Ég hló með honum, léttirinn yfir að þetta væri hvorki innbrotsþjófur né draugur var of mikill til að reyna að útskýra fyrir honum hversu hrædd ég hafði verið.
Í gærkvöldi var ég búin að lesa fyrir stelpurnar og var að brása um á netinu þegar ég heyrði að það var einhver niðri í kjallara. Ég leit á klukkuna og sá að það var alveg hálftími þar til að Jónsi kæmi heim þannig að ég varð svolítið hrædd. Ég gólaði niður í einhverri bjartsýni : Jónsi? Ert þetta þú?
Ég fékk ekkert svar heldur ágerðist bröltið bara, ég ákvað að athuga með þetta. Ég læddist niður, skíthrædd og skjálfandi. Er þetta innbrotsþjófur eða einhver unglingurinn að stelast til að reykja inni í kjallaranum eða einhver að skemma allt dótið okkar eða er þetta draugur... Það var ekkert ljós niðri í kjallara en það var opin útihurðin og ég gægðist inn og sá að það var einhver að fikta í þvottavélinni. Ég kannaðist nú við útlínur mannsins míns og andvarpaði stórum.
"Hjúkket, ég var alveg skíthrædd uppi", segi ég.
"Það væri nú meiri helvítis næsheitin í einhverjum innbrotsþjófinum að setja í vél hvar sem hann brytist inn", svaraði hann og hló. Ég hló með honum, léttirinn yfir að þetta væri hvorki innbrotsþjófur né draugur var of mikill til að reyna að útskýra fyrir honum hversu hrædd ég hafði verið.
<< Home