Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, mars 29, 2005

Páskarnir voru góðir, mjööög góðir. Ég gerði ekkert, gjörsamlega ekkert, alla páskana annað en að sitja á mínum feita rassi og éta. Salli sailor kom í heimsókn með börnin sín tvö og var því brjálað að gera á Hóli, en ég gerði ekkert og ég lét hann sjá sjálfan um að búa um sig og börnin. Furðulegt hvað það er hægt að troða af fólki inn í þetta litla hús. Á föstudaginn langa kom Harpa og eldaði fyrir okkur dýrindis kjúkling og var borðað í tveimur hollum, börnin fyrst og fullorðnir svo. Það var gaman að sjá eldhúsið mitt troðfullt af börnum að borða. Eitthvað svo notalegt að horfa á sjö börn í eldhúsinu mínu. Ég át yfir mig og var alla nóttina að jafna mig á því. Það er vont að borða yfir sig.
Ég nenni ekkert að blogga meira en þar sem fólk var farið að hafa áhyggjur af mér ákvað ég að skrifa eitthvað smáræði hér inn. Skrifa meira þegar ég er búin að þrífa eftir páskana og ekki örvænta þó það verði ekkert í nánustu framtíð því ég vandist því vel að gera ekkert um páskana.