Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, mars 06, 2005

Mér var bent á það að bloggið mitt fjallaði einungis um þrif og börn. Samt aðallega þrif. Ég fór að skoða gamlar færslur og svei mér þá ef það er bara ekki rétt, það er allavega hægt að telja á fingrum annarar handar þær færslur sem segja frá einhverju merkilegu. Ég gæti lagt árar í bát og farið að grenja yfir að eiga mér ekkert líf... En ég tók aðra ákvörðun. Mér finnst þetta svo fyndið að ég skuli alltaf vera með þráhyggju gagnvart heimilinu því það sýnir að ég er að standa mig mjög illa í slúðri og djammi. Ég hef ekki farið út á lífið síðan ég fór á jólahlaðborðið á Toppnum og ég man ekki síðustu slúðursögu sem mér var sagt. Að vera með sífelldar áhyggjur af því að einhverjum finnist drasl heima hjá mér þegar það eru aðallega þrjár manneskjur sem heimsækja mig og þeim öllum er skítsama hvort ég sé búin að ryksuga eða brjóta saman. Ég myndi segja að ég væri áhyggjufíkill.