Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, mars 11, 2005

Gærdagurinn var mér erfiður en ég á alveg agalega góða vini og yndislegan karl. Hann var bara í því að knúsa mig allan daginn. Vakna = knús, morgunmatur = knús, farinn í vinnuna = knús, komin heim að ná í eitthvað = knús, kominn heim úr vinnunni = knús, farinn á fund = knús, kominn heim aftur = knús, kvöldmatur = knús, farinn á bekkjarkvöld = knús, kominn heim aftur = knús, horfa á sjónvarpið = knús, fara að sofa = knús.
Nú er ég bara ofsalega þakklát fyrir það sem ég á og hvert ég er komin. Þannig að ég ætla að slökkva á tölvunni núna því ég er búin að bæta við mig barni fram yfir hádegi og fara að þrífa hérna. Því eins og ég hef sagt áður þá er húsið í rúst og ég hef aldrei neitt að gera allan daginn. Ég er nefnilega bara heimavinnandi.