Ég náði að þrífa eldhúsið, forstofuna og stofuna og brjóta saman tauið og virkja stóru stelpurnar í að ganga frá því. Þannig að þegar Jónsi kom heim varð hann ánægjulega sörpræsd. Svo um kvöldið hleypti ég honum í tölvuna að læra, las fyrir stelpurnar og kláraði fyrstu bókina um Blíðfinn. Þær voru svakalega spenntar þegar mest gekk á í sögunni sem er bara sætt, finnst mér. Svo fór ég bara að skrappa inni í eldhúsi með Karl í Hókuspókusstólnum við hliðina á mér. Hann var nú ekkert svakalega sprækur í gærkvöldi, greyið. Hann var pirraður og nöldraði heilan helling svo þegar við settum hann í rúmið fundum við að hann var heitur en það er svo illa að marka með hita á kvöldin að við vorum ekkert að mæla hann. En í morgun kom í ljós að hann er fárveikur og með rúmlega 39 stiga hita og er bara í móki. Það er að ganga RS-vírus hérna og ég hringdi inn á heilsugæslustöð og heimtaði tíma hjá lækni. Nú bíð ég bara eftir að það þóknist lækninum að taka á móti okkur.
En afrakstur skrappsins er að finna á föndursíðunni minni og muniði nú eftir að kvitta í gestabókina;)
En afrakstur skrappsins er að finna á föndursíðunni minni og muniði nú eftir að kvitta í gestabókina;)
<< Home