Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, mars 04, 2005

Ég náði að þrífa eldhúsið, forstofuna og stofuna og brjóta saman tauið og virkja stóru stelpurnar í að ganga frá því. Þannig að þegar Jónsi kom heim varð hann ánægjulega sörpræsd. Svo um kvöldið hleypti ég honum í tölvuna að læra, las fyrir stelpurnar og kláraði fyrstu bókina um Blíðfinn. Þær voru svakalega spenntar þegar mest gekk á í sögunni sem er bara sætt, finnst mér. Svo fór ég bara að skrappa inni í eldhúsi með Karl í Hókuspókusstólnum við hliðina á mér. Hann var nú ekkert svakalega sprækur í gærkvöldi, greyið. Hann var pirraður og nöldraði heilan helling svo þegar við settum hann í rúmið fundum við að hann var heitur en það er svo illa að marka með hita á kvöldin að við vorum ekkert að mæla hann. En í morgun kom í ljós að hann er fárveikur og með rúmlega 39 stiga hita og er bara í móki. Það er að ganga RS-vírus hérna og ég hringdi inn á heilsugæslustöð og heimtaði tíma hjá lækni. Nú bíð ég bara eftir að það þóknist lækninum að taka á móti okkur.
En afrakstur skrappsins er að finna á föndursíðunni minni og muniði nú eftir að kvitta í gestabókina;)