Ég hef greinilega haft mjög gott af þessu fjörulalli okkar í gær því ég er byrjuð að þrífa hérna. Ég ákvað að Sesselja færi ekki á leikskólann í dag því við förum á eftir upp í Bónus með Kidda afa. Það er svo yndislegt að hafa hana heima núna því hún hjálpar mér svo mikið þegar ég er að þrífa, passar að ég sitji ekki of lengi í pásum og svona. Við erum búnar að þrífa eldhúsið en getum ekki klárað það með að setja uppþvottavélina af stað því það eru ekki til kubbar í hana. En það var þurrkað af borðum og bekkjum, ryksugað og skúrað. Næsta herbergi er forstofan og ég læt vita þegar það er búið, ef það verður ekki komin ný færsla fyrir hádegi þá er ég enn að þar að flokka ullarsokka, vettlinga, húfur, flíspeysur, útigalla og skó.
Líttu á kvittanirnar
Kvittaðu fyrir komunni!
Börnin mín
Aðrir bloggarar
- Kallinn minn
- Afi beib
- Alma húsmæðrabeib
- Bedda bumbubeib
- Beggi verkfræðibeib
- Bjöggi fleimingbeib
- Deeza flökkubeib
- Halldóra viðskiptabeib
- Haddó námsmannabeib
- Ívar ruglubeib
- Jóna sjúgabeib
- Kiddi megabeib
- Kiddi mágurbeib
- Klara keppnisbeib
- Kristjana beibýbeib
- Kristjana hinbeib
- Ljúfa gæskubeib
- Raggi táningabeib
- Ragna badmintonbeib
- Tannsmiðurinn fyndnastabeib
Aðrar síður
Skrappsíður
<< Home