Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, mars 03, 2005

Ég hef greinilega haft mjög gott af þessu fjörulalli okkar í gær því ég er byrjuð að þrífa hérna. Ég ákvað að Sesselja færi ekki á leikskólann í dag því við förum á eftir upp í Bónus með Kidda afa. Það er svo yndislegt að hafa hana heima núna því hún hjálpar mér svo mikið þegar ég er að þrífa, passar að ég sitji ekki of lengi í pásum og svona. Við erum búnar að þrífa eldhúsið en getum ekki klárað það með að setja uppþvottavélina af stað því það eru ekki til kubbar í hana. En það var þurrkað af borðum og bekkjum, ryksugað og skúrað. Næsta herbergi er forstofan og ég læt vita þegar það er búið, ef það verður ekki komin ný færsla fyrir hádegi þá er ég enn að þar að flokka ullarsokka, vettlinga, húfur, flíspeysur, útigalla og skó.