Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, mars 16, 2005

Ég fékk kaupæði um daginn og sat eins og klessa fyrir framan tölvuna og fylgdist með uppboðsvefnum og smáauglýsingunum og ebay og barnalandi, sem væri ekkert merkilegra en það sem ég geri hvort eð er dags daglega nema þá festi ég kaup á skenk, sem á myndinni leit út fyrir að vera trefilli góður undir sjónvarpið okkar. Nýbúin að horfa á Innlit/Útlit og þar var ein æðisleg hugmynd yfir svona álíka skenk. Ég gerði þau góðu kaup að ég eignaðist svakalega flottann antíkskenk fyrir 2ooo kall en jafnframt þau stóru mistök að gleyma að spyrja um málin. Hann kom í hús í dag og það kom í ljós að húsið mitt er aðeins of lítið. Hann er samt kominn undir sjónvarpið en til þess þurfti maðurinn minn, heittelskaður, að fjarlægja fæturna undan skenknum og tvær veggfastar hillur. En allan þann tíma með allri þeirri viðhöfn sem þurfti fékk ég ekki einu sinni að heyra það að næst þegar ég kaupi eitthvað eigi ég að sleppa því. Ég er mjög heppin í ástarmálum, ekki eins heppin í fjármálum.