Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, mars 15, 2005

Ég er svo forvitin að það getur stundum farið alveg með mig. Það þýðir ekkert að gefa mér pakka fyrr en ég má taka hann upp og ég er varla komin út af pósthúsinu áður en ég opna það sem ég fékk sent. Jónsi hefur lengi skemmt sér yfir þessari forvitni í mér og hefur stundað það að gefa eitthvað í skyn eða koma með einhverjar hálfkveðnar vísur og þá er ég viðþolslaus af forvitni. En það sem fer enn meira í taugarnar á mér er þegar fólk sendir mér nafnlaus skilaboð eða kvittar í gestabækurnar með einhverri persónulegri kveðju og skilur bara föðurnafnið eftir sig. T.d. "Elsku Hulda mín, þetta er allt alveg frábært hjá þér. Ég er mjög stolt af þér, kveðjur og knús. H. Jóhannesdóttir."
Ég þekki örugglega einhvern sem er Jóhannesdóttir og ber eitthvað nafn sem byrjar á H...en ég er ekki að koma því fyrir mig hver í heilhveitinu þetta er! Ég vaknaði í nótt og fékk það svo innilega á tilfinninguna að þetta væri einhver sem ég ætti að vita hver er og það tók mig langan tíma að sofna aftur.