Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, mars 07, 2005

Það er æðislegt að lesa barnabækur. Ég hef verið að lesa fyrir stelpurnar áður en þær fara í háttinn og ég lifi mig svo inn í bækurnar að ég les alltaf meira en ég ætla. Sagan um Blíðfinn er yndisleg, spennandi en samt hugljúf. Við verðum að eignast hinar bækurnar því við eigum bara þá fyrstu og ég kláraði hana fyrir helgi.
Núna er ég að lesa um prinsessurnar í Prinsessubókinni. Þetta er skondin bók, eða öllu heldur gefur fyrirheit um að vera skondin bók því ég hef bara lesið um eina prinsessu. Hún heitir Pálína og er ekkert prinsessuleg og pabbi hennar ætlar að reyna að gifta hana skynsömum manni að nafni Pétur, hann hins vegar hefur meiri áhuga á sokkum en prinsessum. Hversu miklar líkur eru á að þetta gerist í rauninni? Að lífið væri aðeins eins auðvelt og það er í barnabókum...