Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, mars 10, 2005

Í dag er ár síðan að ég frétti að Stefán væri farinn. Þessi dagur er búinn að vera svolítið erfiður þess vegna. Ég veit að ég á að sleppa og blebleble en ég er greinilega ekki alveg tilbúin til þess strax. Ég er búin að fletta svolítið oft í gegnum albúmin mín og hugsa svolítið til baka. Hvað ef ég hefði... er algengasta byrjunin á öllum pælingum í dag. Ekki skemmtilegt.
En ég endaði á Barnalandi og tók þátt í keppni um ævintýramyndir til að hafa um annað að hugsa. Það gekk ágætlega að mínu mati en hér er afraksturinn: