Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, febrúar 18, 2005

Það voru einu sinni tveir menn að versla í Kringlunni gjafir handa konunum sínum. Annar var ríkur og hinn ekkert ríkur. Þeir rölta um og ákveða að hittast bara aftur á Kringlukránni eftir að þeir hafa keypt gjafirnar.
Þegar þeir hittast aftur var sá ríki búinn að kaupa svakalega stóran demantshring og glænýjan bíl. "Ef hún fílar þetta ekki getur hún staðið upp af sínum feita rassi og keyrt hingað niðureftir sjálf og skilað þessu!"
Hinn hugsaði sig um og ákvað að skreppa aðeins og kaupa meira. Og þegar hann kom til baka var hann með ullarsokka og vaselinsdúnk. Sá ríki rekur upp stór augu: "Bíddu bíddu...hvað ertu að gefa henni... ?"
"Hún er með kaldar tær og ef hún fílar ekki sokkana þá getur hún troðið þeim upp í rassinn á sér!"