Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Við fórum upp í Egilstaði í gær og stóru stelpurnar okkar fóru í ballet. Jónsi ákvað að fylgjast með þeim meðan ég færi með þau yngri með mér í Bónus. Þetta er fyrsta "vikulega förin" síðan fyrir áramót og ég var með vikutossann með mér og nýja debetkortið mitt. Ég var svo mikið að fylgja því sem stóð á tossanum að þegar ég setti frosið grænmeti, sem ekki var á listanum, í körfuna tók ég því sem svo að þar færi einn hlutur af listanum og gleymdi því að kaupa þann hlut. Þegar ég kom nær kassanum fór ég að stressast upp, mun vera næg innistæða á kortinu? Ég verð alltaf svona þegar ég versla í Bónus hvort sem ég er með peninga eða kort því það eru alltaf að minnsta kosti fjórar manneskjur á eftir mér í röðinni með fullar körfur líka. Og ég verð alltaf svo hrædd um að eiga ekki fyrir þessu eða bara að vera þvælast fyrir þeim að ég stressast öll upp og get varla sett upp á bandið eða raðað í pokana. Ég átti fyrir því sem ég keypti enda ekki um hærri upphæð en tæpar 9oookr að ræða. Fegin fór ég yfir í Kaupfélagið til að kaupa afmælisgjöf handa Svanhildi, vinkonu Sesselju. Þegar þangað kom sagði ég henni að elta mig bara og ég fékk yndislegasta svar í heimi. "Ég elska þig líka, mamma, alveg heilan helling."