Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Ástandið á mér undanfarna daga hefur verið slíkt að ég þurfti að setja sjálfri mér reglur um notkun tölvunnar og aðrar hliðarfíknir. Ég fæ einn og hálfan tíma á dag í tölvunni og ræð sjálf hvort ég tek þetta allt í einni beit eða skipti þessu eitthvað niður. Þetta er að sjálfsögðu að reyna á sjálfsagan og heiðarleikann hjá mér að ég tali ekki um viljastyrkinn. Þetta er annar dagurinn og ég er strax farin að beygja regluna og teygja. Nú er ég búin með tímann minn í dag og kláraði hann í strax í morgun og nú er Jónsi ekki heima og ég er farin að stelast. Húrra fyrir mér og viljastyrknum!!!