Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, febrúar 04, 2005

Það lítur nú ekkert út fyrir að ég fari neitt um helgina. Veðrið er ekkert voðalega slæmt og færðin ekkert svakalega slæm en... Ég er víst ekki að fara að ferðast ein og með svona dýrmæta ferðafélaga er ekki telft á tæpasta vaði. Því verður þessi ferð að bíða betri tíma. En ég var nú farin að hlakka svolítið til að komast til mömmu og monta mig af skrappinu og börnunum, föndra pínu með henni og sjá hvað hún hefur verið að bralla. Ég hef breyst í algjöra mömmustelpu og þeir sem þekkja til okkar mæðgna hlæja yfir þessum orðum.
En þá förum við í ballet á morgun með stóru stelpurnar og í Bónus í staðinn og ég mun síðan skjóta mér í teiti til Ruttlu vinkonu. Var komin með pínu samviskubit yfir því að svíkja hana eina ferðina enn.