Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Geri aðrir betur! Ég er klædd og komin á ról. Ég hef greitt öllum skvísunum á heimilinu og sent í skóla eða leikskóla. Búin að kyssa manninn minn og henda honum út til að vinna fyrir mér. Búin að hella mér upp á kaffi og kveikja á útvarpinu (og sjónvarpinu og tölvunni). Og ég er búin að skella í eina eplaköku sem í þessum skrifuðum orðum mallar í ofninum og skreyta eina skúffuköku. Þegar þetta birtist á veraldarvefnum mun ég rjúka til og baða yngsta afkvæmið, maka það út í kamfóru, fylla nefið á því af saltvatsdropum, skella einu stykki af bleiju á rassinn á því og fleygja einhverjum leppum utan um það.
Ég vil taka það fram að klukkan er ekki orðin hálfníu og ég er búin að klæða, greiða, kyssa, hella uppá, baka, skreyta og blogga.