Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ég hefði átt að kvarta meira undan manninum mínum í gær, konudaginn góða. Alveg frá því að ég hellti upp á kaffið um morguninn og þar til Harpa dró mig út í göngu var ég ógeðslega fúl og sár. Ég byrjaði strax að kvarta í Hörpu um leið og við vorum komnar út og nöldraði og röflaði og tuðaði, hún er æðislega góð vinkona því hún leyfir mér að klára það og fer síðan að tala um eitthvað allt annað þegar hún kemst að. Þannig að í göngunni náðum við að fá okkur viðring, ganga helling og þjálfa málvöðvana. Á skipulagi heimilisins var henni og Bjartey boðið í kjúlla um kvöldið og fór í heimsóknir og eitthvað bras áður en hún kom aftur í kvöldmatinn. Á meðan settist ég niður gjörsamlega hundsuð af manninum mínum sem þóttist vera að læra og fékk mér kaffi og kex. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki súkkulaði með kaffinu og ég hreytti í hann neitun, ég væri með kex. Fattaði ekkert. Ég hélt áfram að horfa á nágranna eða eitthvað álíka heilalaust sjónvarpsefni í fýlu. Pétur Marínó, frægi vinur okkar, kom í kaffi og ég baunaði þessari harmasögu minni út úr mér eftir að hann sagði okkur hvað hann gerði fyrir sína konu í tilefni dagsins. Jónsi hlustaði bara og glotti, ég misskildi hann illilega með það og varð enn sárari. Þegar Harpa síðan kemur rétt fyrir kvöldmat spyr Jónsi hvort við viljum kaffi og við svöruðum báðar neitandi, ég ennþá í fýlu. Kjúllanum, maísstönglunum, frönskunum, salatinu og gosinu gerð góð skil og við sitjum ennþá við matarborðið þegar Sesselja og Jónsi eru að ganga frá í uppþvottavélina. Hann hellir upp á kaffi og býður okkur. Ég stekk fram og næ í forláta flotta grísabollann minn og hann segir; "Nú? Ætlaru að drekka úr þessum bolla?" Ég svaraði játandi enda nýbúin að eignast þennan sæta svínabolla. Þá kemur vísbending frá honum að ég ætti að fá mér nýjan bolla. Í skápnum var fullur bolli af karamellum og súkkulaði. Mmmmm. Svo maula ég bara á góðgætinu langt fram eftir kvöldi og Harpa fer heim, hún fékk að sjálfsögðu sinn skammt líka því hún er nú konan hans Jónsa nr 2. Svo er bara komið að háttatíma og ég leggst upp í rúm en það skrjáfar í koddanum mínum...hann var fullur af súkkulaði og karamellum. Miklu betra en blóm!