Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, febrúar 28, 2005

Ég hef verið að missa mig í nýjasta æðinu á barnalandi sem er að fótósjoppa myndir í einhverjar ævintýralegar útgáfur. Ég gekk meira að segja svo langt að taka þátt í keppni um flottustu myndina og það tókst nú ekki betur en svo að það var kommentað á hvað þessi og hin voru með flottar myndir, allir taldir upp nema ég. En ég gefst ekki upp á að reyna að fá hrós fyrir þær og ákvað þá að setja þær hérna inn. Hvað er í raun meira viðeigandi en að fá hrós fyrir eitthvað á sinni eigin síðu? Fyrri myndin er af Kolbrúnu þegar hún var minni og seinni myndin er af Sesselju.