Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, febrúar 12, 2005

Ég hef að undanförnu verið bara með einhverja brandara hérna og ástæðan fyrir því er að ég hef ekkert skemmtilegt að segja. Febrúar á það til að draga fram það versta í fólki og ég er bara neikvæð og leiðinleg. Það fer eiginlega allt í taugarnar á mér. Hvernig Jónsi situr þegar hann er að læra, hversu miklir grallarar stelpurnar eru, hversu þungt loft er hérna sama hversu marga glugga ég opna er bara það sem ég hef náð að pirra mig á í dag. Og þar sem ég hef ekkert skemmtilegt að segja er best fyrir mig að þegja. En endilega hressiði mig við og skrifið eitthvað sætt í kommentakerfið eða gestabókina.