Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Ég hef ekkert merkilegt að segja en það er svo langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna inn að ég bara varð...
Mér tókst að eyða 1o.ooo krónunum samdægurs, geri aðrir betur. Ég keypti notaða leikgrind á BL, þar sem snáðinn er farinn að sitja einn með tennurnar sínar tvær sá ég mér ekki annað fært en að fjárfesta í slíku. Það mun ekki líða á löngu þar til hann fer að skríða hér út um allt og ég er ekkert spennt fyrir því að barnið nagi rafmagnssnúrur né klifri í stiganum.
Svo er ég búin að taka ákvörðun um það að í vor/sumar verður húsið mitt tekið í gegn. Það kemur ekkert við mig þó það kosti meiri pening en við eigum. Ég hef ákveðið hvernig nýji stiginn verður og hvar, hvernig baðherbergið verður og hvar, hvernig eldhúsinnrétting verður og hvar og hvernig klæðning verður á húsinu. Ég er illa haldin og ég veit af því. Og þið sem hafið uppi einvherjar skynsemisraddir um þetta mál eru vinsamlegast beðnir um að halda þeim frá mér og helst bara með sjálfum sér. Ég veit og skil en ég skal.