Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, febrúar 07, 2005

Það er svolítið snúið að láta fjármálin ganga upp þegar maður hefur fyrir fjórum börnum að sjá og annað foreldrið er í fæðingarorlofi og hitt er á kennaralaunum. Jónsi hækkaði um heilan þúsundkall í launum eftir verkfallið en það virðist ekki duga. Ég fór í bankann og lét þá endurskipuleggja allan pakkann hjá okkur, greiðsluþjónustuna, visakortin, yfirdráttaheimildirnar og öll lánin. Við erum að vísu ekki með Visa eða yfirdráttaheimild á eina debetkortinu okkar og einu lánin sem við erum að borga af er bílalánið, húsnæðislán og tölvukaupalán en samt þurftum við að koma reglu á þetta því við vorum komin á eftir með nokkra reikninga, allt útaf verkfallinu og jólunum. En það sem sló mig svolítið útaf laginu í bankanum var að ég uppgötvaði að ég er perri. Eða er það ekki perralegt að finnast vænt um þjónustfulltrúann sinn? Og þá er ég að meina að langa til að knúsa manneskjuna í kaf?
Kannski leið mér bara svona því hún sagði mér að þetta væri allt komið í lag núna.