Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Það er þá þegar maður lofar einhverjum dugnaði. Ég er nú samt ekki af baki dottin og ætla ég að blogga tvisvar á dag í viku frá og með núna.
Ég er alveg dottin ofan í þetta blessaða hobbí sem ég smitaðist af hjá henni Kristjönu og hef ég verið að fletta gömlum myndaalbúmum. Ég er nú ekki forfallnari en svo að ég tími ekki að klippa allar þessar myndir og líma á blað og hef ég þá brugðið á það ráð að fá Kristjönu til að skanna þær allar(eða læra það og fara til afa) og prenta þær svo út og klippi klippi og lími lími. Ég veit að það er "tvíverknaður" en við erum nú einu sinni að tala um að ég geri eitthvað. Það rifjast upp gamlar minningar við svona flett í albúmum. Mér leið nú svakalega vel í kjallaranum á Grænukinn og það sést á myndunum frá tvíburunum að þeim leið nú vel líka. Það eru nokkrar myndir af þeim þar sem þær eru með ælupestina og skælbrosa framan í myndavélina. Ég man að þær voru búnar að æla út um allt og ég var með 2,5 kg þvottavél og uppiskroppa með rúmföt og handklæði og ég brá á það ráð að setja þær í vagninn (hann var plasthúðaður að innan). Svo gerði ég uppgötvun á þessu fletti mínu... Hann Jónsi minn á barasta ekkert í þessu barni. Karl er alveg nákvæmlega eins og ég og Dagbjört vorum sem ungabörn. Ég hef alltaf haldið því fram að Karl sé svo líkur Jóa tengdó, en þar er um óvenjumyndalegt eintak af fullvaxta karlmanni að ræða því þeir Jónsi eru svakalega líkir. En fegurð drengsins er sko bara komin frá mér.