Birnirnir þrír og fyrirtíðaspennan.
Það var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr rekkju einn daginn.
Bangsi litli töltir inn í eldhús, sest við morgunverðarborðið, lítur ofan í litlu skálina sína og sér að hún er tóm. Hver hefur borðað grautinn minn? spyr hann, ámátlegum rómi. Þá kemur bangsapabbi, hlammar sér í sæti sitt, lítur í stóru skálina sína og sér að hún er líka tóm. Hver hefur borðað grautinn minn? urrar hann. Bangsamamma lítur upp frá eldhúsbekknum og segir: Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegn um þetta? Bangsamamma vaknaði fyrst allra. Bangsamamma vakti ykkur hina. Bangsamamma hitaði kaffið. Bangsamamma tæmdi uppþvottavélina og raðaði upp í skápa. Bangsamamma lagði á borðið. Bangsamamma hleypti kettinum út, tæmdi kattabakkann og gaf kisu að éta og drekka. Bangsamamma fór út og sótti blaðið. Og nú, þegar þið drattist loksins á fætur og parkerið ykkar súru trýnum við morgunmatarborðið...
hlustið vel, þetta segi ég bara eitt skipti í viðbót: ÉG ER EKKI BÚIN AÐ BÚA TIL HELVÍTIS GRAUTINN ENNÞÁ!!!!
Það var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr rekkju einn daginn.
Bangsi litli töltir inn í eldhús, sest við morgunverðarborðið, lítur ofan í litlu skálina sína og sér að hún er tóm. Hver hefur borðað grautinn minn? spyr hann, ámátlegum rómi. Þá kemur bangsapabbi, hlammar sér í sæti sitt, lítur í stóru skálina sína og sér að hún er líka tóm. Hver hefur borðað grautinn minn? urrar hann. Bangsamamma lítur upp frá eldhúsbekknum og segir: Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegn um þetta? Bangsamamma vaknaði fyrst allra. Bangsamamma vakti ykkur hina. Bangsamamma hitaði kaffið. Bangsamamma tæmdi uppþvottavélina og raðaði upp í skápa. Bangsamamma lagði á borðið. Bangsamamma hleypti kettinum út, tæmdi kattabakkann og gaf kisu að éta og drekka. Bangsamamma fór út og sótti blaðið. Og nú, þegar þið drattist loksins á fætur og parkerið ykkar súru trýnum við morgunmatarborðið...
hlustið vel, þetta segi ég bara eitt skipti í viðbót: ÉG ER EKKI BÚIN AÐ BÚA TIL HELVÍTIS GRAUTINN ENNÞÁ!!!!
<< Home