Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Þráhyggjan er mig lifandi að drepa. Ég keypti mér víkingalottó bara til að vinna nóg fyrir breytingunum á húsinu. En það var ekkert á miðanum, ég er ekki frá því að það hafi verið leynikóði á miðanum sem sagði; þú ert vitlaus grey. Hvað er það annað en vitleysa að kaupa sér lottó þegar maður á ekki fyrir mjólk?
Annars er voða fátt að frétta af þessum vígstöðum. Sá stutti dafnar bara eins og blómi í eggi (ég fletti þessu upp og jú, þetta er skrifað svona!)og þyngist og stækkar með hverjum deginum. Hann er farinn að fá aðeins að borða á kvöldin og hefur fengið það síðan um jól, hann varð vitlaus yfir að vera skilinn útundan þegar allir voru að borða svona fínt. En upp á síðkastið hefur mér fundist hann þurfa meira að drekka. Hann er fastur á mér á morgnanna. Ég ákvað að prufa að gefa honum í hádeginu með okkur og viti menn hann var bara sáttur til hálf fjögur. Draumapiltur þegar hann er saddur. Stelpurnar eru í endalausu stríði við okkur foreldrana í sambandi við viðeigandi klæðnað útifyrir. Meðan við stöndum föst á því að það er vetur og það þýði húfu, vettlinga og hlífðarbuxur gefast þær ekkert upp á því að benda á verr klædda einstaklinga á svipuðum aldri. Rök okkar eru þau að við erum ekki foreldrar þeirra barna og þá fær maður svör sem stinga. En samt eru þau svör ekkert miðað við viðbrögðin við matnum í kvöld. Mér datt í hug að skella fisk, spaghetti, tómatsósu, osti og fetaosti saman í eldfast mót og baka í ofni. Enginn kláraði af disknum nema ég, karlinn flúði með afsökun um bekkjarkvöld hjá umsjónarbekknum hans og annar tvíburinn ældi. Það var samt lyst á poppi og spólu skömmu eftir að ég hafði gengið frá eftir máltíðina sem ég eyddi með sjálfri mér. Mér fannst þetta bara ágætt en smekkur manna er víst misjafn.