Mig dreymdi að ég væri með barnaskarann á hælunum, uppþvottabursta í hendinni og að ég yrði að vera búin að skúra baðherbergið áður en Jónsi kæmi heim. Og þegar ég vaknaði var ég dauðþreytt en dauðfegin því það var aðeins eitt barn í húsinu og ef draslið á baðherberginu fer í taugarnar á einhverjum má hinn sami bara skúra. Hah! Glætan... Þið vitið að það að leyfa öðrum að þrífa heima hjá mér er aðeins í nösunum á mér. Allavega gæti ég ekki verið viðstödd þann gjörning án þess að gera þá gæðamanneskju kreisý á afskiptaseminni og sérviskunni í mér.
Ég vissi samt að þetta væri draumur þegar ég fór inn á baðið, það var stórt og flísalagt í hólf og gólf með hvítum flísum og stór og flott innrétting með brotinn "hurðahún" á einni hurðinni. Okkar er pínulítið með dúk á gólfinu og 20ára gamlar "bleikar" flísar á veggjunum. Þetta var ekki mitt baðherbergi sem ég þurfti að skúra.
Ég hef ákveðið að blogga tvisvar á dag í allavega viku.
Ég vissi samt að þetta væri draumur þegar ég fór inn á baðið, það var stórt og flísalagt í hólf og gólf með hvítum flísum og stór og flott innrétting með brotinn "hurðahún" á einni hurðinni. Okkar er pínulítið með dúk á gólfinu og 20ára gamlar "bleikar" flísar á veggjunum. Þetta var ekki mitt baðherbergi sem ég þurfti að skúra.
Ég hef ákveðið að blogga tvisvar á dag í allavega viku.
<< Home