Gleðilegt nýtt ár og þakka liðið. Ekkert smá ópersónuleg áramótakveðja en hún verður að duga.
Áramótin hjá okkur voru mjög róleg bara í rokinu. Svakalega stór og skemmtileg fjölskylduveisla í Hátúninu á gamlárskvöldið. Þar voru afi, amma, Gunna frænka, mamma, Halli mömmumann, Kiddi litlibró, Sylvía litlasystir, Arna minnisystir, Jói tengdó, Evlý tengdó, Gunnhildur frændakona, Pétur frændi, Karl Steinar litlifrændi, Arndís litlafrænka, Jónsi minn, ég og börnin okkar fjögur. Þetta var yndisleg veisla en svo langaði okkur svolítið til að draga okkur úr hópnum um miðnættið og fara heim að sprengja (ég hringdi samt líka í 907-númerið). Og þá átti það bara að vera ég og Jónsi og tengdóin tvö og börnin fjögur. Fórum við tvær ferðir uppeftir og því eðlilegt að fara tvær ferðir niðureftir líka. Þegar farið var uppeftir voru þrjú börn, stólarnir og meðlæti með matnum tekið í fyrri ferðinni en í seinni ferðinni var afgangur af heimilisfólki og tengdó bæði ferjuð. Þegar niðureftir var farið þurfti aðeins að breyta sætaskipan í eðalvagninum okkar og voru húsmóðir og stúlkubörn skikkaðar í sín sæti auk tómra meðlætisskálanna. En ekki var önnur ferð farin það kvöld til að ferja fólk né stóla því mér tókst að láta hurðina fjúka upp með þeim afleiðingum að ekki var hægt að loka bifreiðinni. Því var hringt uppeftir og einhver beðinn um að skila yngsta barninu og tengdóunum til síns heima. Og þetta var kortéri fyrir miðnætti. Þeim var skilað hingað niðureftir og við frestuðum tilraunum til að loka eða laga bílhurðina fram yfir miðnætti meðan við skutum upp nokkrum rakettum. Þá var farið með hann aftur upp í Hátún í bílskúrinn til afa þar sem allir karlmennirnir söfnuðust saman til að sjá hvað hafði skemmst. Ég hélt í alvöru að ég hefði skemmt bílinn en hurðin skelltist bara í lás og aflæstist ekkert aftur. Það voru samt allir sem prófuðu að loka bílnum. Það var ekki fyrr en Sylvía sá að hurðin var læst sem allir föttuðu hvað var að og bíllinn er lokaður og læstur hér fyrir utan.
Á miðnætti stóðum við, tengdóin tvö og Hólsfólkið, úti í garði og þrjóskuðumst við vindinn, stelpurnar allar komnar með stjörnuljós í hönd og ég hræðsluklump í magann. Eftir smástund fór Jói tengdó inn með þann stutta og vegna vindsins og hræðslunnar um að börnin spryngju í loft upp tók ég ekkert eftir því strax. En ég fór nú inn líka til að athuga með þá þegar ég tók eftir að fækkað hefði í hópnum. Þeir höfðu gefist upp á rokinu og kuldanum og ákváðu að horfa út um gluggann á öll herlegheitin. Ég leit út og þá sá ég að stærsti flugeldurinn, sem Jónsi hafði nýlokið við að kveikja í, hafði fokið á hliðina. Bönkuðum við í gluggann eins og eitthvað væri hægt að gera í því að svo stöddu, flugeldurinn rauk af stað eftir götunni og sá ég fyrir mér að börnin í næsta húsi spryngju í loft upp. Þegar ég hafði róað mig niður eftir þá sýn var mér tilkynnt að hann hefði BARA farið undir bílinn við næsta hús. Sá ég að sjálfsögðu fyrir mér að bíllinn spryngi í loft upp en þegar engir bílapartar flugu um loftið sættist ég á þá útskýringu að hann (flugeldurinn) hefði skemmst eða eitthvað. Ég fór nú samt í dag og laumupúkaðist í kringum bílinn til að athuga með þetta en fann bara prikið... Ég vona til Guðs að hann hafi sprungið.
Áramótin hjá okkur voru mjög róleg bara í rokinu. Svakalega stór og skemmtileg fjölskylduveisla í Hátúninu á gamlárskvöldið. Þar voru afi, amma, Gunna frænka, mamma, Halli mömmumann, Kiddi litlibró, Sylvía litlasystir, Arna minnisystir, Jói tengdó, Evlý tengdó, Gunnhildur frændakona, Pétur frændi, Karl Steinar litlifrændi, Arndís litlafrænka, Jónsi minn, ég og börnin okkar fjögur. Þetta var yndisleg veisla en svo langaði okkur svolítið til að draga okkur úr hópnum um miðnættið og fara heim að sprengja (ég hringdi samt líka í 907-númerið). Og þá átti það bara að vera ég og Jónsi og tengdóin tvö og börnin fjögur. Fórum við tvær ferðir uppeftir og því eðlilegt að fara tvær ferðir niðureftir líka. Þegar farið var uppeftir voru þrjú börn, stólarnir og meðlæti með matnum tekið í fyrri ferðinni en í seinni ferðinni var afgangur af heimilisfólki og tengdó bæði ferjuð. Þegar niðureftir var farið þurfti aðeins að breyta sætaskipan í eðalvagninum okkar og voru húsmóðir og stúlkubörn skikkaðar í sín sæti auk tómra meðlætisskálanna. En ekki var önnur ferð farin það kvöld til að ferja fólk né stóla því mér tókst að láta hurðina fjúka upp með þeim afleiðingum að ekki var hægt að loka bifreiðinni. Því var hringt uppeftir og einhver beðinn um að skila yngsta barninu og tengdóunum til síns heima. Og þetta var kortéri fyrir miðnætti. Þeim var skilað hingað niðureftir og við frestuðum tilraunum til að loka eða laga bílhurðina fram yfir miðnætti meðan við skutum upp nokkrum rakettum. Þá var farið með hann aftur upp í Hátún í bílskúrinn til afa þar sem allir karlmennirnir söfnuðust saman til að sjá hvað hafði skemmst. Ég hélt í alvöru að ég hefði skemmt bílinn en hurðin skelltist bara í lás og aflæstist ekkert aftur. Það voru samt allir sem prófuðu að loka bílnum. Það var ekki fyrr en Sylvía sá að hurðin var læst sem allir föttuðu hvað var að og bíllinn er lokaður og læstur hér fyrir utan.
Á miðnætti stóðum við, tengdóin tvö og Hólsfólkið, úti í garði og þrjóskuðumst við vindinn, stelpurnar allar komnar með stjörnuljós í hönd og ég hræðsluklump í magann. Eftir smástund fór Jói tengdó inn með þann stutta og vegna vindsins og hræðslunnar um að börnin spryngju í loft upp tók ég ekkert eftir því strax. En ég fór nú inn líka til að athuga með þá þegar ég tók eftir að fækkað hefði í hópnum. Þeir höfðu gefist upp á rokinu og kuldanum og ákváðu að horfa út um gluggann á öll herlegheitin. Ég leit út og þá sá ég að stærsti flugeldurinn, sem Jónsi hafði nýlokið við að kveikja í, hafði fokið á hliðina. Bönkuðum við í gluggann eins og eitthvað væri hægt að gera í því að svo stöddu, flugeldurinn rauk af stað eftir götunni og sá ég fyrir mér að börnin í næsta húsi spryngju í loft upp. Þegar ég hafði róað mig niður eftir þá sýn var mér tilkynnt að hann hefði BARA farið undir bílinn við næsta hús. Sá ég að sjálfsögðu fyrir mér að bíllinn spryngi í loft upp en þegar engir bílapartar flugu um loftið sættist ég á þá útskýringu að hann (flugeldurinn) hefði skemmst eða eitthvað. Ég fór nú samt í dag og laumupúkaðist í kringum bílinn til að athuga með þetta en fann bara prikið... Ég vona til Guðs að hann hafi sprungið.
<< Home