Ég var víst búin að lofa tveimur bloggfærslum á dag... En ég hef ekkert að segja núna. Búin að vera með hús fullt af börnum í allan dag og einhvern veginn langar mig bara að segja eitt orð: "Barbí". Þó ég hafi verið umkringd krökkum í dag tókst mér að þrífa helminginn af baðherberginu - klára það næst þegar ég þarf að fara - og skúra eldhúsið og þrífa eftir drekkutímann, hafa til matinn, sláturmáltíð, vaska upp stóra pottinn eftir matinn, setja í uppþvottavélina, hella upp á kaffi og poppa fyrir Ædolpartýið, brjóta saman allt tauið í sófanum. Ekki lélegur árangur það fyrir letidýr eins og mig.
Kidda bróðir tókst að gleðja mig um daginn með æðislegum link um daginn og ætla ég að reyna að dreifa smá gleði líka.
Híhí...
Kidda bróðir tókst að gleðja mig um daginn með æðislegum link um daginn og ætla ég að reyna að dreifa smá gleði líka.
Híhí...
<< Home