Ég er að deyja úr straxveiki þessa dagana. Ég á alveg svakalega erfitt með að sætta mig við að ekki séu til peningar til viðhalds/viðbyggingar á fasteigninni og að ég verði að bíða. Húsið er að sjálfsögðu komið á tíma, byggt 1916 og ég vil helst að eitthvað verði gert áður en það hrynur yfir okkur. Í ofsarokinu um áramótin hélt ég í alvöru að húsið væri að fjúka burt og það hljómaði í kollinum á mér lagið "það fýkur burt". Að vísu er það lag um að landið sé að fjúka burt en samt... Auk þess sem við erum að kafna úr plássleysi. Við hjónin sofum til að mynda inni í innri stofunni með prinsinn og borðstofan okkar er í kössum í geymslu. Af sökum plássleysis er ekki hægt að bjóða fleirum heim en í mesta lagi þremur gestum án barna. Jónsi er svakalega æðrulaus maður og benti mér á aðra leið til að skoða þetta mál. Í staðinn fyrir að einblína á plássleysi að sjá hversu kósý þetta er... Hann má alveg reyna að blekkja sjálfan sig á þeirri ranghugmynd. Það er ekkert kósý við það að gestirnir komist ekki hjá því að horfa inn á skeiðvöll okkar hjóna.
Líttu á kvittanirnar
Kvittaðu fyrir komunni!
Börnin mín
Aðrir bloggarar
- Kallinn minn
- Afi beib
- Alma húsmæðrabeib
- Bedda bumbubeib
- Beggi verkfræðibeib
- Bjöggi fleimingbeib
- Deeza flökkubeib
- Halldóra viðskiptabeib
- Haddó námsmannabeib
- Ívar ruglubeib
- Jóna sjúgabeib
- Kiddi megabeib
- Kiddi mágurbeib
- Klara keppnisbeib
- Kristjana beibýbeib
- Kristjana hinbeib
- Ljúfa gæskubeib
- Raggi táningabeib
- Ragna badmintonbeib
- Tannsmiðurinn fyndnastabeib
Aðrar síður
Skrappsíður
<< Home