Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, janúar 22, 2005

Föstudagskvöldin hafa verið nokkurs konar fjölskyldukvöld hjá okkur þar sem við njótum þess að vera saman og borða nammi fyrir framan sjónvarpið. Hefur það oftast verið Idolið sem glápt er á meðan nammið er etið og allir sitja í einni kös. En í gær varð ég fyrir miklum vonbrigðum, ekki yfir Idolinu heldur að þegar ísinn kláraðist sat ég allt í einu alein í stofunni með yngsta krílið og þá áttaði ég mig á einu....þeim finnst ekkert gaman af söngvakeppni þegar fólk kann að syngja. Á meðan fólk var að syngja illa og gera sig að fífli var glápt og hlegið en nú er þetta ekkert spennandi lengur og nammið er borðað en svo er laumast upp í Barbí. Næsta föstudag verður spilað. Ég tek ekki í mál að sitja alein á fjölskyldukvöldunum og úða í mig sælgæti því það er eitthvað svo sorglegt.