Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, janúar 30, 2005

Það er svakalegt hvað ég er áhrifagjörn. Nýjasta æðið er scrap, Gunna frænka hefur gert þetta í mörg ár og mér hefur alltaf fundist þetta þrælsniðugt en aldrei nennt þessu. Fyrr en nú. Nú verður sko scrappað! Ég er búin að týna til fullt af myndum og límmiðum og prenta helling út sem verður notað í "æði þessa mánaðar" og þar sem ég er meðvituð um að þetta er áhrifagirnin þá verður helst ekkert keypt í þetta sinn. Mun ég leyfa ykkur, lesendur góðir, að fylgjast með. Ég ætla að byrja á Dagbjörtu minni þar sem hún skaust nú fyrst úr skauti mér.