Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, janúar 29, 2005

Það er skrítið hvað tónlist getur haft mikil áhrif á tilfinngarnar hjá mér. Þið sem þekkið mig vitið hvaðan ég kem og allt það og þið skiljið þá kannski hvað ég meina þegar ég segi að það er sum tónlist sem ég get bara ekki hlustað á. Bubbi(áður en hann fór til Kúbu), Sex Pistols, Purkur Pilnikk, Sjálfsfróun, Fræbblarnir eru bara það sem mér líður verst yfir en svo eru það Metallica, Pearl Jam, Pantera, Sepultura, Sororicide sem gera mig bara reiða og ég fer að þrífa af miklu offorsi. Jet black Joe og Nirvana gera mig þunglyndari en ég er vanalega. Og svo mætti endalaust telja en af þessum sökum hef ég passað voðalega upp á tónlistarsafn heimilisins og myndu margir af mínum gömlu "félögum" deyja úr hlátri ef þeir flettu í gegnum bunkann. Edith Piaf, Norah Jones, David Grey og félagar auk Rásar 2 og Bylgjunnar. En mér líður vel og er edrú og þegar á heildina er litið er það frábærlega vel af mér staðið.
Góðar stundir.