Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, desember 22, 2004

Hvernig ætli sú "regla" að það megi ekki syngja við matarborðið hafi komið til? Ég hef velt þessu fyrir mér í hvert sinn sem ég banna stelpunum mínum að syngja á matmálstímum. Eins og það er krúttlegt að heyra sungið af innlifun og öllu hjarta þó vita laglaust og rammfalskt sé þá getur það skorið mann að innan eins og þúsund illa bitlaus rakvélarblöð þegar maður er þreyttur og úttaugaður. Þess vegna held ég að þessi "regla" sé tilkomin af þreyttum, úttauguðum foreldrum frekar en einhverjum siðareglum um hvernig skal haga sér við borðhald. Þó vil ég taka það fram að mér þótti það bara krúttlegt núna áðan að þær reyndu að syngja við matarborðið en vegna þess að það má ekki skiptu þær orðunum í laglínunum á milli sín. En gleymdu sér annað slagið. Segðu...Mér...Eitthvað...Sniðugt...Og syngdu...Eitthvað...Lag...
Gerðu það...Gerðu það...Aðfangadagur jóla...Er einmitt...Í dag...Og við syngjum saman lag. Bara sætt.