Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, desember 06, 2004

Ég hef geinilega lagt mikið á mig til að halda skipulaginu því ég lagðist í veikindi um leið og fyrsta áfanga var lokið. Varð ég svo kvefuð að heilinn var á góðri leið út um nefið á tímabili og hafði ég ekki undan að snýta og þurrka nebbann minn. Það má því segja að ég sé komin í jólaskapið því ég lít út eins og Rúdolf. Þá hefði ég viljað geta gert svona frekar...