Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, október 28, 2004

Að þurfa að vera inni og geta ekkert farið, að vera umkringdur börnum... Ég hef bara ekkert að segja sem meikar sens, svo ég tjái mig nú á góðri íslensku. En ég veit að þó ég myndi aldrei aftur heyra "jólasveinar, einn og átta" þá væri það of snemmt. Þó ég myndi aldrei aftur þurfa að tína upp perlur og liti þá væri það of snemmt. Þó ég myndi aldrei þurfa að leiðrétta málfarið hjá neinum aftur þá væri það of snemmt. Þó ég myndi aldrei aftur þurfa að stoppa leik áður en einhver slasar sig þá væri það of snemmt.
Ég fór vitlausu megin framúr í morgun, vægast sagt. Það fer allt í taugarnar á mér og mér líður eins og ég sé að fara að grenja.