Tilhneiging mín til að skipuleggja alla hluti áður en byrjað er á þeim hefur ógnvekjandi afleiðingar. Ef ég sé fram á að geta ekki gert hlutina almennilega og skipulega, á mínum hraða, hefur mér hætt til að sleppa þeim gjörsamlega. Og skiptir ekki máli hvaða verk um er að ræða. Ég hef t.d. tekið á móti ættingjum og vinum í það miklu drasli að það fyrsta sem að þeim var rétt voru vaðstígvél og kort til að rata inn í eldhúsið þar sem ég stóð með skóflu komin vel áleiðis í átt að kaffivélinni. Að vísu er annað skapgerðareinkenni sem fléttast inn í þetta ófremdarástand og er það haugaleti. Ég get ekkert fegrað þá staðreynd; ég er hauglöt. Ég sé hlutina safnast upp en hef það bara ekki í mér að ganga frá þeim alveg strax.
Á stundum minni ég á manninn í auglýsinigunni frá Intrum - þar sem hann setur óhreinan disk ofan á heljar mikinn stafla af óhreinum diskum, skálum og glösum og hleypur út úr eldhúsinu áður en allt hrynur. Nema hjá mér er það hreinn þvottur sem safnast svona upp hjá mér. Þegar ég hef verið afspyrnudugleg að vera löt og skipulagslaus nær þvotturinn alla leið upp í loft og sófinn er horfinn undir hrúguna. Ég er svo séð að ég læt aldrei neitt drasl í stólinn minn, þannig að á meðan hinir fjölskyldumeðlimir standa á haus við að ýta frá taui eða hvort öðru til að komast í sófann, horfi ég óáreitt á sjónvarpið með kaffibolla í hönd. Það hefur varla farið framhjá nokkrum hvítum manni að ég á nokkur stykki af börnum með tilheyrandi pappírsflóði á öllum borðum og bekkjum og leikfangaúrval á nær öllum gólfflötum í húsinu. Það tekur því ekki langan tíma að rústa heilu húsi þegar við leggjum okkur öll fram við það.
Suma daga eru börnin með eindæmum dugleg við þessa iðju, þá er eins og við manninn mælt að það er dagurinn sem ég hef ákveðið að framfylgja skipulaginu sem hefur verið í bígerð þá undanfarna daga. Hef ég þá upp raust mína, sem er engilblíð og hljómfögur þó sterk sé, og segi draslinu, börnum, manni og öllu öðru sem þvælist fyrir mér stríð á hendur. Hreingerning er alvörumál í mínum augum og ég breytist í harðbrjósta og meinillan herforingja. Börnin hafa lært það en Jónsi er á góðri leið með að ná því að þegar þessi gállinn er á mér er best að vera ekki að bjóða fram aðstoð sína. Því ef þú hefur ekki þann hæfileika að hreyfast á ljóshraða þá ert þú bara fyrir mér og gætir lent í lífsháska. Hugtakið einn hlutur í einu gufar upp í reyk og ég skýst upp úr hrúgunni í öllum herbergjum að því er virðist á sömu sekúndunni og yfirborð draslsins kemst á hreyfingu. Þegar ég er komin á skrið í tiltektinni virðist sem innihald hússins sé ólgusjór og ég kem annað slagið í ljós eins og hungraður hvítháfur. Fyrir þá sem ekki hafa alist upp með þetta fyrir augunum gæti þetta vakið óhug og hræðslu en þá sem vanir eru birtist þeim þetta sem merki til að pilla sig í burtu og koma ekki aftur heim fyrr en eftir 3-4 tíma.
Það er einungis þrennt sem hefur þau áhrif á mig að skipulaginu verði hrynt í framkvæmd fyrir tímann, því ég er mjög gjörn á að dagsetja allt skipulag og brjóta það niður í vissa tímaröð. Í fyrsta lagi og þar af leiðandi áhrifaríkasta laginu er þegar ég heyri að mamma er væntanleg á svæðið. Ég veit ekki af hverju þetta virkar svona vel en um leið og ég heyri að mamma sé á leiðinni þeytist ég um húsið eins og fellibylur. Ég byrja á því að snúast í kringum sjálfa mig í einhverskonar taugaveiklun og enda á yfirsnúning í hreinu húsi. Í annan stað er þegar ástandið er orðið það slæmt að ég finn ekki hrein föt á börnin eða kem tölvunni hvergi fyrir (erum með fartölvu en ekkert tölvuborð). Þá er hvatinn að komast í tölvuna að loknu verki en öll fjölskyldan endar vel hrein, í hreinum náttfötum, undir hreinum rúmfötum í hreinu húsi að degi loknum og tölvan gleymist. Í þriðja lagi er það þegar ég veit að von er á einhverjum í heimsókn sem ég þekki ekki vel. En þá er líka þrifaþröskuldurinn lækkaður um heilan helling. Baðherbergið er ekki tekið í gegn með klór heldur er Þrif bara látið duga. Moppan er látin svífa yfir eldhúsgólfið lítillega vætt í Þrifi í staðinn fyrir að liggja á fjórum með tvískiptan svamp, fötu og ræstikrem. Ryksugan er látin fylgja fjölförnustu slóðum í teppinu og sleikja meðfram stærstu húsgögnunum í staðinn fyrir að öllu herberginu sé snúið við svo öll rykkorn nái að sogast í botninn á ryksugupokanum. Og einungis er þurrkað af á mest áberandi stöðunum í húsinu en ekki allar hillur tæmdar og hver einasti hlutur dustaður.
Þegar ég les yfir þetta geri ég mér grein fyrir því að geðheilsan er kannski ekki eins góð og ég vildi af láta...
Á stundum minni ég á manninn í auglýsinigunni frá Intrum - þar sem hann setur óhreinan disk ofan á heljar mikinn stafla af óhreinum diskum, skálum og glösum og hleypur út úr eldhúsinu áður en allt hrynur. Nema hjá mér er það hreinn þvottur sem safnast svona upp hjá mér. Þegar ég hef verið afspyrnudugleg að vera löt og skipulagslaus nær þvotturinn alla leið upp í loft og sófinn er horfinn undir hrúguna. Ég er svo séð að ég læt aldrei neitt drasl í stólinn minn, þannig að á meðan hinir fjölskyldumeðlimir standa á haus við að ýta frá taui eða hvort öðru til að komast í sófann, horfi ég óáreitt á sjónvarpið með kaffibolla í hönd. Það hefur varla farið framhjá nokkrum hvítum manni að ég á nokkur stykki af börnum með tilheyrandi pappírsflóði á öllum borðum og bekkjum og leikfangaúrval á nær öllum gólfflötum í húsinu. Það tekur því ekki langan tíma að rústa heilu húsi þegar við leggjum okkur öll fram við það.
Suma daga eru börnin með eindæmum dugleg við þessa iðju, þá er eins og við manninn mælt að það er dagurinn sem ég hef ákveðið að framfylgja skipulaginu sem hefur verið í bígerð þá undanfarna daga. Hef ég þá upp raust mína, sem er engilblíð og hljómfögur þó sterk sé, og segi draslinu, börnum, manni og öllu öðru sem þvælist fyrir mér stríð á hendur. Hreingerning er alvörumál í mínum augum og ég breytist í harðbrjósta og meinillan herforingja. Börnin hafa lært það en Jónsi er á góðri leið með að ná því að þegar þessi gállinn er á mér er best að vera ekki að bjóða fram aðstoð sína. Því ef þú hefur ekki þann hæfileika að hreyfast á ljóshraða þá ert þú bara fyrir mér og gætir lent í lífsháska. Hugtakið einn hlutur í einu gufar upp í reyk og ég skýst upp úr hrúgunni í öllum herbergjum að því er virðist á sömu sekúndunni og yfirborð draslsins kemst á hreyfingu. Þegar ég er komin á skrið í tiltektinni virðist sem innihald hússins sé ólgusjór og ég kem annað slagið í ljós eins og hungraður hvítháfur. Fyrir þá sem ekki hafa alist upp með þetta fyrir augunum gæti þetta vakið óhug og hræðslu en þá sem vanir eru birtist þeim þetta sem merki til að pilla sig í burtu og koma ekki aftur heim fyrr en eftir 3-4 tíma.
Það er einungis þrennt sem hefur þau áhrif á mig að skipulaginu verði hrynt í framkvæmd fyrir tímann, því ég er mjög gjörn á að dagsetja allt skipulag og brjóta það niður í vissa tímaröð. Í fyrsta lagi og þar af leiðandi áhrifaríkasta laginu er þegar ég heyri að mamma er væntanleg á svæðið. Ég veit ekki af hverju þetta virkar svona vel en um leið og ég heyri að mamma sé á leiðinni þeytist ég um húsið eins og fellibylur. Ég byrja á því að snúast í kringum sjálfa mig í einhverskonar taugaveiklun og enda á yfirsnúning í hreinu húsi. Í annan stað er þegar ástandið er orðið það slæmt að ég finn ekki hrein föt á börnin eða kem tölvunni hvergi fyrir (erum með fartölvu en ekkert tölvuborð). Þá er hvatinn að komast í tölvuna að loknu verki en öll fjölskyldan endar vel hrein, í hreinum náttfötum, undir hreinum rúmfötum í hreinu húsi að degi loknum og tölvan gleymist. Í þriðja lagi er það þegar ég veit að von er á einhverjum í heimsókn sem ég þekki ekki vel. En þá er líka þrifaþröskuldurinn lækkaður um heilan helling. Baðherbergið er ekki tekið í gegn með klór heldur er Þrif bara látið duga. Moppan er látin svífa yfir eldhúsgólfið lítillega vætt í Þrifi í staðinn fyrir að liggja á fjórum með tvískiptan svamp, fötu og ræstikrem. Ryksugan er látin fylgja fjölförnustu slóðum í teppinu og sleikja meðfram stærstu húsgögnunum í staðinn fyrir að öllu herberginu sé snúið við svo öll rykkorn nái að sogast í botninn á ryksugupokanum. Og einungis er þurrkað af á mest áberandi stöðunum í húsinu en ekki allar hillur tæmdar og hver einasti hlutur dustaður.
Þegar ég les yfir þetta geri ég mér grein fyrir því að geðheilsan er kannski ekki eins góð og ég vildi af láta...
<< Home