Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, október 08, 2004

Það telst nú til tíðinda ef ég er risin úr rekkju og komin í leppana fyrir hádegi. Og kalla mætti það undur og stórmerki þegar ég geri eitthvert handtak hérna heimafyrir -annað en að hella á könnuna og kveikja á tölvunni.
Skalinn er því hér með sprengdur. Ég er upp risin, nýböðuð og klædd en þar með er ekki upptalið það sem ég hef áorkað þennan yndislega morgunn því ryksugan hefur fengið sinn rúnt í gegn um húsið og það glitrar á allt í eldhúsinu. Börnin eru öll í hreinum fötum, búin að fá staðgóðan morgunmat og komin á sinn stað: Tvíburarnir úti í kofa að leika, Sesselja á leikskólanum og Karl sofandi úti í vagninum sínum. Og af því að ég hef verið svo ákaflega dugleg fannst mér ég eiga það skilið að kveikja á tölvunni. Verst að ég hef eiginlega ekkert að segja. Jónsi var að gagnrýna mig í gær fyrir að tala bara um hreingerningar og að þetta væri farið að hljóma eins og þráhyggja hjá mér. En málið með mig og mína einhverfu er að því meira sem ég tala um hvað þarf að gera því meira skipulegg ég framkvæmdina í hausnum og svo þegar rétti tíminn rennur upp þá rís ég á fætur. Allavega virkaði kerfið núna. Hann mun ekki kvarta þegar hann kemur þreyttur heim úr vinnunni í kvöld og á móti honum kemur ilmur af hreinlæti og kvöldmat.