Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, október 16, 2004

Stundum er ég of dugleg...ég var svo mikið að flýta mér í morgun að krækjurnar á nýju bloggarana mína fóru í algjört rugl. Að sjálfsögðu tók ég ekkert eftir því að í templeitinu hjá Ívari stóð .com.com sem þýddi að engin síða kom upp ef klikkað var á hann. Tóta var ekki Tóta heldur einhver málfræðisnillingur að nafni Þórunn Blöndal eða Gröndal eða eitthvað álíka gáfulegt og Tannsmiðurinn varð allt í einu að Þannsmið en sú eina sem komst klakklaust í gegn var Þórdís.
Þetta er nú samt ekki það eina sem ég var of fljót á mér með. Ég skellti Kalla út í vagn áðan því ég ætlaði að ganga inn eftir til Hörpu og fá að smakka kökuna sem hún er að fara að baka. Og í þessu bjartsýniskasti ákvað ég að labba líka með stelpunum inn í sjoppu að kaupa nammið, það er jú nammidagur, en svo settist ég niður með manninum mínum í hádeginu og nenni ekki að standa upp aftur. Ef ég hefði sett Kalla bara inn í rúm gæti ég rifið hann upp núna og sett hann í bílstólinn og keyrt inneftir...maður rífur ekki barnið úr vagninum því það væri bara nastý. Álíka nastý og að hringja dyrabjöllunni hjá einhverjum eldsnemma á sunnudegi og skilja krakkana eftir á tröppunum. Hmm, ekki leiðinleg pæling þar?!