Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, október 13, 2004

Ástæðan fyrir prinsessufítusnum þarna uppi sem býður ykkur velkomin er að stóru stelpunum mínum fannst síðan mín ekki nógu fín. "Það eru engar myndir á síðunni þinni, mamma! Langar þig ekki í prinsessu á síðuna þína." Ég fann konu til að breyta síðunum þeirra og þess vegna eru þær voða mikið að spá í hvernig síðurnar hjá öðrum eru. Þeim finnst síðan hjá pabba þeirra ekki flott en hann er strákur...Þeir hafa mjög sjaldan flottar síður að þeim finnst. Ég hlakka voða mikið til að sjá hvernig síðurnar þeirra koma út. Ég held að ég sé farin að hanga of mikið inni á barnalandi...