Síðasta færsla er sönnun þess að maður á ekki að blogga þegar maður er lasinn. Mér var tilkynnt að þetta væri verr skrifað en pistill eftir pissfullan og dauðvona hamstur... Sem er nokkuð slæmt. Ég ætla samt ekki að biðjast afsökunar né leiðrétta neitt í þeim skrifum.
Hinsvegar ætla ég að deila með ykkur hugrenningum mínum um hversu spennandi skrif mín eru. Undanfarna daga hef ég farið inn á teljarann til að athuga hverjir lesendur mínir eru og hvort ég hafi nú eignast einhverja nýja fastagesti. Mér til mikillar furðu (og nokkurar kátínu) hefur msnsörtsj og gúgúl vísað á mig ef viss leitarorð hafa verið borin upp. T.d. ef þú ert að leita að nöktum konum, þrifum, hreingerningum, heimilum, talibönun eða blessunum þá beina þessar tvær leitarvélar þér á síðuna mína. Þar sem mér er tíðrætt um þrif, hreingerningar eða heimili mitt finnst mér svosum ekkert skrítið að síðan mín beri á góma er leitað er eftir slíkum stikkorðum en það sem vekur furðu mína er að leitarorðin: "naktar konum", "blessanir" og "talibanar" vísi á mig...
Hinsvegar ætla ég að deila með ykkur hugrenningum mínum um hversu spennandi skrif mín eru. Undanfarna daga hef ég farið inn á teljarann til að athuga hverjir lesendur mínir eru og hvort ég hafi nú eignast einhverja nýja fastagesti. Mér til mikillar furðu (og nokkurar kátínu) hefur msnsörtsj og gúgúl vísað á mig ef viss leitarorð hafa verið borin upp. T.d. ef þú ert að leita að nöktum konum, þrifum, hreingerningum, heimilum, talibönun eða blessunum þá beina þessar tvær leitarvélar þér á síðuna mína. Þar sem mér er tíðrætt um þrif, hreingerningar eða heimili mitt finnst mér svosum ekkert skrítið að síðan mín beri á góma er leitað er eftir slíkum stikkorðum en það sem vekur furðu mína er að leitarorðin: "naktar konum", "blessanir" og "talibanar" vísi á mig...
<< Home