Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, október 30, 2004

Ég man eiginlega ekki eftir því að hafa verið jafnlangt niðri. Fimmtudagurinn var skelfilega erfiður dagur en sem betur fer á ég góða að. Meira að segja mjög góða. Jónsi var að vinna allan daginn þannig að hann hafði ekki grænan guðmund um hvernig mér leið þegar hann kom heim. En þegar ég hafði gert heiðarlega tilraun til að kveikja í kofanum og brotnaði gjörsamlega niður þegar það mistókst, áttaði hann sig á að það var ástæða fyrir því að ég var svona þögul. Þegar ég fór að grenja útaf hvítlauksbrauðinu sem breyttist í kol, varð ég umkringd fjölskyldunni sem öll voru að reyna að hugga mig. Einnig hafði Harpa vinkona mín fyrr um daginn reynt að hressa mig við, sem tókst rétt á meðan á þeirri tilraun stóð, með því að draga mig út í göngutúr. Við gengum bæinn þveran og endilangan og ég ýtti á undan mér barnavagninum sem kostaði hvítuna úr augunum á tengdó. Mér er farið að líða betur en þennan laaaanga dag en var að fatta núna af hverju ég er með harðsperrur í fótunum... Harpa er slæmur félagsskapur í hnotskurn. Ef þú flettir orðunum upp í orðabók er mynd af henni þar skellihlæjandi. Það er henni að kenna að það er sprungið á vagninum mínum og það er líka henni að kenna að ég er með harðsperrur. Það er líka henni að kenna að það greip mig löngun í kvöld að skella mér í langan göngutúr bara til að hressa mig við. Ég lét það duga að labba heim frá ömmu og afa.