Skipulagið í dag var að fara með Karl til barnalæknisins og rjúka svo af stað norður í Mývatnssveit. Barnalæknirinn kemur hingað austur með x mánaða millibili og dagurinn í dag er sá dagur sem hann heiðrar Eskfirðinga með nærveru sinni. En hann þurfti að skjótast eitthvert og getur því ekki tekið á móti okkur fyrr en um hálf sex í kvöld. Og af þeim sökum fer þá allt skipulag hjá mér í rugl auk þess sem dagurinn fer í það eitt að bíða. Það er samt ekkert að Karli, við erum bara að fara með hann í tékk og láta athuga með öndunarfærin (mér finnst hann standa svo oft á öndinni og súpa hveljur). Og eins og glöggir lesendur sjá þá fer það nett í taugarnar á mér að hæstvirtur barnalæknirinn (hvort á að segja læknirinn eða lækninn?) ákvað að láta Eskfirðinga bíða þar til eftir fjögur til að ná tali af honum. Erum við ekki nógu góð fyrir hann? Er þetta virðinging sem borin er fyrir okkur landsbyggðarpakkinu?
Alla vega þá er ég á leiðinni norður í kvöld með fjögur börn í bíl. Við ætlum að vera í einhverja daga og ég ætla að plata mömmu og Halla til að taka slátur og upplifa smá "gömludagatilfinningu". Og svo ætla ég að fá að fara aðeins út á vatn og í göngutúra og svolleis. Ég þarf að komast í þann gírinn því ég er hætt að reykja, hætti daginn áður en Karl fæddist, og ég geri ekkert annað en éta og éta. Ég ét allt sem tönn á festir, og helst ef það er sykur eða súkkulaði í því. Það er í rauninni mjög gott að hætta að reykja þegar þú ert með barn á brjósti því þá fitnar maður ekki. Barnið étur allt upp. En ég er semsagt búin að vera hætt núna í 4 vikur og 2 daga. Ég er voða stolt af sjálfri mér að geta þetta án þess að það bitni á fjölskyldumeðlimum því ég er ekkert meira pirruð en venjulega.
Alla vega þá er ég á leiðinni norður í kvöld með fjögur börn í bíl. Við ætlum að vera í einhverja daga og ég ætla að plata mömmu og Halla til að taka slátur og upplifa smá "gömludagatilfinningu". Og svo ætla ég að fá að fara aðeins út á vatn og í göngutúra og svolleis. Ég þarf að komast í þann gírinn því ég er hætt að reykja, hætti daginn áður en Karl fæddist, og ég geri ekkert annað en éta og éta. Ég ét allt sem tönn á festir, og helst ef það er sykur eða súkkulaði í því. Það er í rauninni mjög gott að hætta að reykja þegar þú ert með barn á brjósti því þá fitnar maður ekki. Barnið étur allt upp. En ég er semsagt búin að vera hætt núna í 4 vikur og 2 daga. Ég er voða stolt af sjálfri mér að geta þetta án þess að það bitni á fjölskyldumeðlimum því ég er ekkert meira pirruð en venjulega.
<< Home