Nú finn ég alvarlega fyrir því hversu tækniheft ég er og er ekkert að fíla það. Hér er ég með þessa fínu fínu myndavél sem er full af góðum myndum sem mig langar til að deila með ykkur og svo er ég í þessari svaðalega fínu tölvu með geðveika virka adsl-ið og stend á gati. Hvernig setur maður myndirnar inn beint úr vélinni?
Mér finnst svo flott hjá Beddu að setja inn myndir af því þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast hjá henni og mig langar svolítið til að herma eftir því. Ekki að það sé alltaf brjálað stuð og standandi partý hjá okkur alla daga en sumum finnst við lifa spennandi og fullnægjandi lífi og þessir sumir vilja fylgjast með og þá væri gott að geta brugðið upp myndum af umræddum atburðum. Mér finnst ég ekkert hljóma bitur...
<< Home